bclose

Automower®

Sjálfvirkar sláttuvélar frá Husqvarna

Ef þú vilt að garðurinn sé alltaf fullkomlega slegin án þess að þurfa að gera það sjálf(ur) þá er Automower® lausnin fyrir þig! Hljóðlát, rafdrifin og sjálfvirk, Automower® fer af stað þegar þú segir henni að fara af stað. Automower® slær blettinn eftir handahófskenndum leiðum til þess að koma í veg fyrir rákir eða mishæðir. Smágras er skilið eftir á blettinum til áburður. Automower® er umhverfisvænn kostur sem mengar ekki og eyðir lítilli orku.

Áreiðanleg

Sjálfvirkur sláttur snýst um áreiðanleika. Husqvarna hefur í 20 ár þróað og fágað til, vélarnar sínar til að geta tryggt hámarks áreiðanleika, gæði og framúrskarandi slátt.

Framúrskarandi sláttur

Husqvarna Automower® slær blettin í frjálsu og handahófskenndu mynstri, sem tryggir fallegan slátt á grasinu. Blöðin slá grasið úr öllum áttum og tryggir þannig að grasið vex sterkt og kemur í veg fyrir mosa.

Tímastilltu í takt við veðurfar

Stilltu hversu oft vélin slær grasið eftir grasvexti, þannig mun Husqvarna Automower® hámarka sláttutímann þegar að grasvöxtur er mestur. Þegar lítill vöxtur er á grasinu fer hún sjaldnar yfir til þess að minnka slit á grasinu.

Lítill hávaði

Þökk sé sínu einstaka sláttukerfi þá vinnur Automower® einstaklega hljótt og fyrirferðarlítið þegar þér hentar.

Einstakt sláttukerfi

Husqvarna Automower® slær grasið lítið en oft, þannig tryggir hún heilbrigðan og fallegan grasblett. Vélin er með beittum blöðum úr sterku carbon stáli og snúningsdiska kerfi. Þannig tryggir hún skilvirkni og lága orkuþörf.

Sjálfvirk hleðsla

Þegar Automower® þarf meiri orku, fer hún sjálfvirkt aftur í hleðslustöðina og hleður sig.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar ekki hika við að hafa samband við okkur

Svör við algengum spurningum varðandi Automower®

• Læst með PIN kóða
Automower® er með PIN kóða kerfi sem tryggir að enginn getur átt við vélina nema þú.

• Enginn útblástur
Automower® er rafknúinn og framleiðir því engan útblástur.

• Þjófavörn
Þjófavörn sem hámarkar öryggi sláttuvélarinnar, stilltu hvernig þú vilt að þjófavörnin fari í gang.

• Sérsniðnar stillingar
Þú getur stillt vélina eftir þínu höfði, þannig að hún henti mismunandi týpum af görðum og þínum hentugleika.

• Tímastillir
Þú ákveður hvenær þú vilt að Automower® slái grasið, hvenær dags og/eða hvaða dögum vikunar.

• Lágmarks orkuþörf
Skvilvirk orkustýring þýðir minni orkuþörf, sem gerir Automower® að umhverfisvænum kosti.

• Finnur leiðir í gegnum þrengingar
Husqvarna Automower® skynjar þrengingar og finnur leiðir í gegnum þær.

• Þolir íslenskt veðurfar
Automower® er geymd úti frá vori fram á haust. Það skiptir ekki máli hvort það sé rigning eða slæmt veður Automower® er byggð til að þola íslenskt veðurfar án vandkvæða.

• Hægt að slá ákveðinn blett
Það er hægt að láta vélina slá ákveðin hluta af grasi. Hentar vel þegar þú ert að færa til garðhúsgögn eða slíkt.

• Auðvelt að stilla hæð á slætti
Með því að snúa einum takka getur þú hækkað og lækkað hæðina á slættinum.

• Ræður við erfiða og krefjandi bletti
Þökk sé góðum og grófum dekkjum þá ræður vélin við hæðir og hóla jafnvel þó þeir séu sleipir. Automower® höndlar allt að 40% halla.

• Skynjar ef henni er lift eða veltur
Ef einhver liftir Automower® af jörðinni eða hún veltur, slökknar strax á blöðunum. Auk þess ná blöðin ekki til ytri rými vélarinnar. Ef Automower® lendir á hlut mun hún stoppa og færa sig frá án þess að valda skaða.